Danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá því að mun færri ferðamenn hafi lagt leið sína í Magasin sem hafi komið niður á jólaversluninni. Þannig hafi Norðmenn, Íslendingar og Svíar látið sig vanta í desember.

Carsten Fensholt, fjármálastjóri Magasin, segir í samtali við vefútgáfu Börsens að verulega miklu minni umferð hafi verið hjá versluninni fyrir þessi jól en miðað við sama tíma í fyrra. Hann taldi að verslunin nú væri um það bil 6 til 7% minni en í fyrra. Útsala hófst í versluninni í gær og er talið að um 200.000 manns hafi lagt leið sína til þeirra í gær.