Heildarárangur Orkuveitu Reykjavíkur á fyrri helmingi árs er 312 milljónum umfram áætlun tímabilsins, samkvæmt aðgerðaáætlun sem var kynnt í lok mars síðastliðnum. Í henni fólust margsháttaðar aðgerðir sem ráðist var í vegna fjárhagsvanda félagsins.

Í tilkynningu til Kauphallar segir Orkuveitan að mestur árangur sé í lækkun fjárfestinga í veitukerfum auk þess sem flestir þættir verkefnisins gangi vel. Áhrif ytri breyta eru neikvæð sem nemur 129 milljónum á tímabilinu. Nettó niðurstaða „plansins“ er  jákvæð um 183 milljarða.

Tilkynning frá OR .