Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og ASÍ hafa öll áhyggjur af fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem nær til næstu fimm ára. þetta kemur fram í umsögnum um áætlunina sem lögð var fram á Alþingi undir lok síðasta mánaðar og fjallað er um á ruv .is í dag.

Í umsögn SA segir að ríkið ætla sér að auka umsvif sín verulega á næstu árum og taka fullan þátt í ýta undir þensluna á vinnumarkaðinum. Viðskiptaráð segir hana óúftyllta ávísun þegar komi að sjúkrahúsþjónustu en ASÍ telur hana viðhalda þeirri vegferð sem núverandi stjórnvöld hafi verið á - hún auki misskiptingu og veiki innviði velferðarsamfélagsins.

Í fjármálastefnunni er meðal annars gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði aukin í ríflega 200 milljarða á ári árið 2021 sem er ríflega þrjátíu milljörðum hærra en þau eru nú.  Þannig eigi t.d. að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, reisa þrjú ný hjúkrunarheimili og ljúka við við Hús íslenskra fræða.