Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er hættur við að bjóða sig fram á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta er fullyrt á fréttavefnum Eyjunni.

Guðni hafði tekið vel í málaleitan fjölmargra framsóknarmanna vegna mögulegs framboðs og rætt það í fjölmiðlum. Um helgina sagði hann i hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi líklegast tilkynna ákvörðun sína á sumardaginn fyrsta.

Var svo boðað til fundar kjördæmissambands Framsóknarflokksins á morgun, þar sem átti að samþykkja nýja uppröðun framboðslistans. Þeim fundi hefu nú verið frestað.