Svigrúm til árlegra launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu er að mati fjármálaráðuneytisins 3,5%. Meiri launahækkanir að leiða að jafnaði til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif. Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.

Kemur þetta fram í samantekt sem unnin var fjármála- og efnahagsráðuneytinu og fjallar um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál. Samtektin er unnin út frá greiningu Seðlabanka Íslands á nokkrum sviðsmyndum vegna kjarasamninga. Grunnviðmiðið er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6% launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5% hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0% hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5% launaskriði á ári.

Verði samningum lokið í samræmi við opinbert tilboð SA mun verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans samkvæmt samantektinni. Seðlabankinn verði við slíkar aðstæður að hækka vexti, enda skuli hann stuðla að verðstöðugleika, sem slái á innlenda eftirspurn. Fjárfesting minnkar, krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.

Segir í samantektinni að áhrif launahækkana nú verði líklega meiri en árin 2011 og 2014. Árið 2011 hafi verið slaki í hagkerfinu og hlutfall launa af vergum þáttatekjum undir sögulegu meðaltali. Svigrúm hafi verið til þess að hækka það hlutfall sem fór í laun og launatengd gjöld eftir því sem skuldahlutföll lækkuðu.

Þá hafi lítil alþjóðleg verðbólga hélt aftur af innlendri verðbólgu árið 2014. Innlent verðlag hækkaði mun meira en vísitala neysluverðs, en verðbólguvæntingar héldust nokkuð stöðugar enda launahækkanir mun minni en nú er rætt um.

Samanburður á þróun nokkurra hagstærða annars vegar miðað við spá Peningamála Seðlabanka Íslands og hins vegar við tilboð Samtaka atvinnulífsins.