Þar sem er vilji þar er samningur, við erum komin með einn, segir Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í tísti á samfélagsmiðlinum Twitter. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir það sama í sínu tísti, að þeir séu komnir með nýjan samning sem tryggi að Bretland taki aftur stjórn eigin mála.

Segir Boris að nú verði þingið að samþykkja og tryggja að Brexit náist fram á laugardaginn svo hægt sé að beina athyglinni að öðrum forgangsmálum eins og ríkisrekna breska heilbrigðiskerfinu, ofbeldisfullum glæpum og náttúrunni.

Juncker segir samninginn réttlátan og fari milliveginn milli ESB og Bretlands, og sýni vilja sambandsins til að finna lausnir. Hann vonast til þess að samningurinn verði samþykktur.

Í morgun sagði þó samstarfsflokkur Íhaldsflokks Boris á þinginu, Norður írski Lýðræðissambandsflokkurinn, að hann gæti ekki stutt samkomulagið. Ekki er komið fram hvað felst í samningnum en Boris hefur ljáð máls á því að það verði millibilstímabil þar sem Norður Írland lúti áfram reglum ESB, sem sambandssinnar á svæðinu hafa ekki viljað styðja.

Arlene Foster og Nigel Dodds, formaður og varaformaður Lýræðissambandsflokksins