Donald Trump, sem keppir um að vera forsetaframbjóðandi repúblíkana, metur eignir sínar á 10 milljarða dala, eða um 1.270 milljarða króna. Hann hefur m.a. haldið þessu fram í fréttatilkynningum.

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes telur hins vegar að eignir Trump séu „aðeins” 4,5 milljarða dala virði, eða 570 milljarðar króna. Munurinn eru litlar 700 milljarðar króna.

Í Forbes mánudaginn 19. október mun birtast viðtal við Trump, þar sem hann reynir að útskýra muninn.

Tímaritið hefur haldið úti Forbes 400 listanum yfir ríkustu menn Bandaríkjanna frá 1982. Í frétt á Forbes segir að á þessum 33 árum hafi 1.538 einstaklingar ratað á listann.

Að sögn blaðamanns Forbes hefur enginn þessara einstaklinga velt fyrir sér áætluðum auði sínum meira en Trump.