Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Samtaka atvinnulífsins sem samtökin birtu fyrir stuttu á heimasíðu sinni.

Þar segir enn fremur að ráðist sé forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag.Samtökin taka sem dæmi að ætlun stjórnvalda um að hækka tryggingargjald geri það að verkum að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011.

Gerðar eru athugasemdir við ýmsar áætlanir stjórnvalda, eins og að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu, hækkun vörugjalda á bílaleigubíla og síhækkandi álögur á fjármálafyrirtæki. Samtökin segja að skattar á sjávarútveg verði tvöfaldaðir í formi veiðigjalda og verði einungis mætt með hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna.