Stjórnvöld í Norður Kóreu er mjög ósátt yfir frétt, sem birtist m.a. á vb.is , að fyrrum kærasta Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi verið tekin af lífi ásamt 11 öðrum listamönnum.

Þau segja fréttina tilhæfulausa og aðeins sagða til að gera lítið úr einræðisherranum unga.

Segja þau fréttina verk stjórnvalda í Suður-Kóreu. Algengt er að Norður-kóresk stjórnvöld segja kollega sína sunnan megin geðsjúka og brjálaða.

Fáir erlendir fjölmiðlar fjalla um málið en mbl.is hefur fréttina eftir AFP fréttastofunni.