Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar benda til þess að frjósemi lækki áður en hægist á hagkerfinu og því má segja að niðurstöðurnar séu hvatning til hagfræðinga að nota frjósemi sem mælikvarða til þess að spá fyrir um efnahagslægðir.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að frjósemi helst í hendur við hagsveifluna þ.e. hækkar ef þegar hagvöxtur eykst og lækkar þegar hagvöxtur lækkar. Hins vegar benda niðurstöður hinnar nýju rannsóknar sem unnin var af Kasey Buckles, Daniel Hungerman og Steven Lugauer til kynni að frjósemi í Bandaríkjunum hafi fallið nokkrum fjórðungum áður en áhrifa efnahagslægða fór að gæta.

Rannsóknin byggði á gögnum um 100 milljónir fæðinga frá árinum 1989-2016 og var ætlað að skoða breytingar á frjósemi í þremur hagsveiflum. „Ein leið til þess að hugsa um þetta samband er sú að ákvörðunin um að eignast barn byggist oft á væntingum um framtíðina,“ hefur Financial Times eftir Kasey Bugles, prófessor við Notre Dame háskóla og einum höfunda greinarinnar þar sem niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar.