Hætta er á því að kínversk fyrirtæki undirbjóði verkefni sem boðin eru út hér og ráði til sín kínverska verkamenn frekar en íslenska í kjölfar nýsamþykkts fríverslunarsamnings íslenskra stjórnvalda við Kína. Þetta segja Píratar í yfirlýsingu í tengslum við samninginn.

Píratar telja upp afleiðingarnar sem samningurinn getur haft hér á auðlindavernd og harma þingmenn flokksins hve litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu sem og í fjölmiðlum.

Í yfirlýsingunni segir:

„Ljóst er að með samningum er Ísland að taka þátt í að einangra Taívan enn frekar en umbótarsinnanum og fyrrverandi forseta landsins hefur verið komið fyrir í fangelsi og lönd eins og Kosta Ríka hafa snúið baki við Taiwan vegna hagstæðra samninga og háttsettir embættismenn þar í landi hafa viðurkennt að geta ekki lengur tjáð sig um mannréttindabrot Kína eins og hið friðsæla ríki gerði oft og tíðum áður en samningurinn var lögfestur.“