Rekstrarhagnaður breska bankans Barclays nam 5,2 milljörðum punda, jafnvirði rétt tæpra 976 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 25% samdráttur á milli ára, að því er fram kemur í afkomuviðvörun sem bankinn gaf út í dag. Bankastjórinn Antony Jenkins er sagður brýna niðurskurðarhnífinn þessa dagana enda ætli hann að draga kostnað saman um 1,7 milljarða punda fyrir lok næsta árs.

Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins ( BBC ) um málið að þetta sé nokkuð undir væntingum markaðsaðila, sem bjuggust við 5,4 milljarða hagnaði á síðasta ári.

Barclays birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun.