Gera má ráð fyrir því að TM skili 700 milljóna króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi og 1,9 milljarða króna hagnaði á árinu öllu, samkvæmt afkomuspá IFS Greiningar. Í spánni er bent á að afkoma tryggingafélaga ráðist að stóru leyti af þróun verðbréfamarkaða og árangri í ávöxtun fjárfestingareigna. IFS Greining segir að af þessum sökum sé spá í heilt ár veruleg. Bent er á að í tilviki TM bregði svo við að í ein stór eign hafi megináhrif á rekstrarniðustöðu fjórðungsins. Það er 5% hluturinn í HB Granda, sem félaginu mistókst að selja í síðustu viku.

Eignahluturinn nam tæpum 8% af öllum fjárfestingareignum TM um síðustu áramót og gæti verið bókaður í uppgjörinu á gengi á bilinu 25,6-29,4 krónur á hlut, jafnvel meira. IFS Greining gengur út frá genginu 27,7 krónur á hlut, sem var gengið í frumútboði félagsins.

Á sama tíma voru engar fréttir af stjórtjónum í tryggingastarfseminni á fjórðungnum.