Kauphallardagurinn
Kauphallardagurinn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Síðasta ár var gjöfult fyrir hlutabréfaeigendur á síðasta ári, að mati Greiningar Íslandsbanka. Fram kemur í Morgunkorni deildarinnar í dag að OMXI16-vísitala Kauphallarinnar sé mjög óhentug og tæplega brúkleg við mat á þróun hlutabréfamarkaðarins. Af þeim sökum setti deildin saman sína eigin vísitölu, K 90-vísitöluna. Hún endaði í 167,3 stigum og jafngilti það 33,9% hækkun á síðasta ári. Til samanburðar hækkaði OMXI6-vísitala Kauphallarinnar um tæp 19% á síðasta ári.

Af einstökum félögum hækkaði gengi bréfa Icelandair Group með eða um 121% og jókst markaðsvirði féalgsins rétt tæpa 50 milljarða króna og stefnir félagið í að verða stærsta félagið á markaðnum.

Greining Íslandsbanka telur að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið sé það mat deildarinnar að íslenski hlutabréfamarkaðurinn hafi enn ekki náð fullum þroska. Hann hafi dafnað vel síðustu tvö árin og líkur á að hann muni halda áfram að vaxa á næstunni.