Samkvæmt heimildum RÚV og Nútímans mun Hanna Birna Kristjánsdóttir láta af embætti innanríkisráðherra í dag. Í frétt á vefsíðu RÚV um málið segir að hún muni taka sér frí frá stjórnmálum fram að áramótum og snúa þá aftur á þing. Ekki liggur fyrir hver tekur við embætti innanríkisráðherra ef Hanna Birna mun segja af sér. Einnig er óljóst hvort hún muni halda áfram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins en Þingflokkur flokksins hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hana.

Þá hefur hún legið undir miklum þrýstingi eftir að leki varð á gögnum úr innanríkisráðuneytinu fyrir ári síðan. Nýlega viðurkenndi Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, að hafa staðið á bak við lekann og var í kjölfarið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.