„Ég er bú­inn að kanna þetta í all­an dag og verið í sam­bandi við stjórn­end­ur bank­ans og þeir segja þetta úr lausu lofti gripið,“ seg­ir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Greint var frá því í Mannlífi í gær að Arion banki hygðist segja upp 80 starfsmönnum á næstu dögum. Upplýsingafulltrúi bankans neitaði hins vegar í samtali við Vísi að þetta stæði til.

Friðbert segir að reyndar tali stjórnendur bankans um að framundan séu ýmsar breytingar í hagræðingaskyni. Hann segir jafnframt að yfirvofandi breytingar hafi valdið óróleika í greininni og fari mjög illa orðið í starfsmenn. „Ef maður hlust­ar á stjórn­end­ur þess­ara þriggja banka þá er það nú fyrst og fremst hagræðing­ar­tal sem maður heyr­ir frá þeim, og hagræðing virðist alltaf vera fólg­in í því að segja upp fólki. Við nátt­úr­lega fylgj­umst með og verðum að vona það besta. Það er ekk­ert hægt annað.

Þetta eru ekki góðar starfsaðstæður fyr­ir neinn, hvorki starfs­fólkið né bank­ana sjálfa,“