Japönsk ungmenni hafa engan áhuga á hvalkjöti og neysluhegðun er að breytast. Um leið eru japanskir hvalfangarar að verða gjaldþrota. Þetta kemur fram í frétt The Daly Telegraph.

Þar kemur fram að japanskir hvalfangarar hafa neyðst til að lækka verð til neytenda. Þessar fréttir berast í kjölfar þess að japanska stofnunin, sem staðið hefur fyrir rannsóknarveiðum á hvölum (Institute for Cetacean Research), hefur átt í vandræðum með að greiða út rannsóknarstyrku upp á 37 milljónir dala. Samkvæmt blaðafréttum í Japan ber þessi stofnun ábyrgð á því að ódýr, niðurgreiddur hvalur berst um alla markaði þarna.