Vísitala neysluverðs hækkað um 0,2% á milli mánaða nú í maí og fer verðbólga fara úr 2,3% í 2,6%, samkvæmt verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans. Skammtímaspá hagfræðideildarinnar gerir ráð fyrir að verðbólgan fari aftur undir verðbólgumarkmið í næsta mánuði.

Fram kemur verðbólguspá hagfræðideildar að tveir þættir muni hafa afgerandi áhrif á verðbólguþróun á næstu mánuðum. Húsnæðisverð sé nú aðaláhrifavaldur og hafi verðbólga án húsnæðis verið aðeins 1% í apríl. Þróun íbúðaverðs muni því hafa mikið að segja um verðbólguþróun næstu mánuði.