Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að það hámark sem ganga þyrfti í ábyrgðir fyrir vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi væri um 450 milljarðar króna.

Þá sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra að Landsbankinn ætti eignir upp í meirihlutann af þessum ábyrgðum og því þyrfti að öllum líkindum ekki að koma til greiðslu af hendi íslenska ríkisins.

Þá bætti hann við að unnið yrði að málinu í samráði við bresk yfirvöld næstu daga.