Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur fært lánshorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lánshæfiseinkunn landsins er þó óbreytt, BBB-/A3. Matsfyrirtækið segir hagkerfið hafa verið að rétta úr kútnum og spáir því að hagvöxtur verði árlega um 2% á næstu þremur árum. Hagspáin grundvallast á því að útflutningur haldi áfram að aukast og vegi upp á móti minni fjárfestingu.

Forsendurnar fyrir matinu eru þær að enn sé óvíst hvernig gangi að aflétta gjaldeyrishöftum. Ekki er hins vegar óttast að tillögur stjórnarflokkanna um niðurfellingu hluta skulda verðtryggðra íbúðalána muni auka á skuldir hins opinbera.

Matsfyrirtækið setur fyrirvara við áformum um að skattleggja þrotabú föllnu bankanna . Óvíst sé hvort það muni ganga eftir, ekki síst hvort slíkt muni halda fyrir dómi.

Viðskiptablaði hefur fjallað ítarlega um skuldatillögur ríkisstjórnarinnar. Óðinn skrifaði pistil um málið í desember í fyrra.