Í frétt á vef bandaríska blaðsins New York Post er fullyrt að McDonald's sé á leið aftur til Íslands en síðasta stað keðjunnar á  Íslandi var lokað árið 2009. Í greinni er farið yfir uppgang í íslenskri ferðaþjónustu á síðustu árum en yfirskrift greinarinnar að Ísland hafi opnast fyrir fjárfestum samfara miklum vexti í ferðaþjónustu. Þá er einnig rætt stuttlega við Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.

Greinahöfundur New York Post vísar þó ekki í neinar heimildir máli sínu til stuðnings. Segir greinahöfundur að Ísland sé þó orðið svo „heitt“ að jafnvel McDonald's sé að fylgja bankamönnum aftur til Íslands.

Árið 2016 greindi Viðskiptablaðið frá því að skyndibitarisinn hefði enginn áform um að opna aftur á Íslandi þrátt fyrir mikinn vöxt í komu ferðamanna. Áður en McDonald's skellti í lás hér á landi árið 2009 voru fjórir staðir starfræktir. Þá greindi mbl frá því í fyrra að á heimasíðu McDon­ald's kæmi fram að  fyr­ir­tækið liti jafnt til allra um­sækj­enda sem myndu hafa áhuga á að reka úti­bú skyndi­bita­keðjunn­ar hér á landi ef haldið yrði áfram með þró­un­ar­áætl­un fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. Virðist þessi texti enn vera óbreyttur.