Orðrómur er á kreiki um að bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafi lagt fram tilboð í rafbókahluta bókaverslunar Barnes og Noble. Þetta kemur fram á vef bandaríska tímaritsins Forbes . Þar er sömuleiðis hermt að sökum þess hvað sala á Nook-lestölvum bókabúðarinnar hafi gengið illa um síðustu jól þá hafi komið til tals að Barnes & Nobes dragi sig út úr lestölvuslagnum.

Microsoft á fyrir 17,6% hlut í raftækjahluta Barnes & Noble en fyrirtækið keypti hann á 605 miljónir dala í fyrravor. Miðað við það nemur heildarverðmæti Nook-hluta bókabúðarinnar 1,7 milljörðum dala.