Vanskilahlutföll hér eru enn há í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Ástæðuna má að hluta rekja til óvissu um lögmæti gengislána. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu Fjármálastöðugleika Seðlabankans.

Þar er m.a. lögð áhersla á að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verði lokið sem fyrst og að mæld vanskilahlutföll bankanna lækki niður á eðlilegra stig. Án þess eru takmarkaðar líkur á að bankarnir geti öðlast á ný aðgang að erlendri lánsfjármögnun.

Ritið Fjármálastöðugleiki