Rannsókn Bandarísku alrikislögreglunnar (FBI) hefur staðfest að Norður Kóresk stjórnvöld eru á bak við netárás gegn Sony. Þetta hefur fréttastofan CNN eftir talsmönnum FBI.

Rannsókn FBI tengdi aðferðir hóps hakkara sem kalla sig "Guardians of Peace" við aðferðir sem notaðar voru í netárás gegn Sony. Sá hópur er að sögn FBI studdur af Norður Kóreskum stjórnvöldum. Árásin er tengd kvikmyndinni The Interview sem fjallar um áætlun til að ráða leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong Un, af dögum. Árásin fólst m.a. í því að birtir voru tölvupóstar og ýmsar upplýsingar í tengslum við gerð kvikmyndarinnar og í kjölfarið voru sendar út hótanir til kvikmyndahúsa sem ætluðu að sýna kvikmyndina.

Í kjölfar árásarinnar og hótananna hefur Sony ákveðið að sýna ekki kvikmyndina en ákvörðunin hefur sætt mikillar gagnrýni.

Nánar er fjallað um málið á vef CNN