Lífeyrissjóðirnir 14 sem eiga í viðræðum um kaup á 25% hlut í HS Orku hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag. Í fréttinni segir Magma gæti grætt um 3,5 milljarða króna á sölu 25% hlut í HS Orku til lífeyrissjóða, þó kaupverðið sé það sama í krónum talið. Ástæðan er sú að greitt hafi verið fyrir hlutinn með svokölluðum aflandskrónum.

Í tilkynningunni segir að félagið muni ekki hagnast á mögulegri sölu vegna kaupa á aflandskrónum.

Í tilkynningu lífeyrissjóðanna segir:

„Vegna fréttar í fjölmiðlum í dag um möguleg kaup lífeyrissjóða á hlutum í HS Orku er rétt að eftirfarandi komi fram:

Lífeyrissjóðirnir hafa yfirfarið þær greiðslur og greiðslumiðla sem Magma notaði til að greiða fyrir kaup á hlutum í HS Orku og sannreynt að það uppreiknaða verð, sem sjóðunum býðst að greiða fyrir hlutinn, taki tillit til allra þátta. Því mun Magma ekki hagnast á mögulegri sölu til lífeyrissjóðanna vegna kaupa á aflandskrónum.“