Eyþór Laxdal Arnalds, formaður nefndar um starfsemi RÚV segir stjórn RÚV hafa vegið að starfsheiðri nefndarmanna með að saka þá um lögbrot. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ásakanirnar sem vísað er til koma fram í tilkynningu sem RÚV sendi til kauphallarinnar á föstudagskvöld en þar segir:

„Full­yrt er að Rík­is­út­varpið geri kröfu um skil­yrt viðbótar­fram­lag til næstu fimm ára og í áætl­un­um fé­lags­ins sé gert ráð fyr­ir veru­lega hækkuðu rík­is­fram­lagi, þ.ám. að 3,2 millj­örðum króna verði varið til að létta skuld­um af Rík­is­út­varp­inu. Þetta er ekki rétt. Rík­is­út­varpið hafði vakið at­hygli nefnd­ar­inn­ar á að full­yrðing­ar þeirra í skýrslu­drög­um væru rang­ar og jafn­framt að þeim væri óheim­ilt með til­liti til laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/​2007 að birta upp­lýs­ing­ar sem vörðuðu rekstr­aráætlan­ir fé­lags­ins, þar með talið ósamþykkt­ar sviðsmynd­ir, enda höfðu nefnd­ar­menn ritað und­ir trúnaðar­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is.“

Eyþór vísar ásökunum á bug og vísar til tilynningar sem birtist á vef RÚV, en þar segir

„Mistök voru gerð við að láta gamlar lífeyrssjóðsskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök. Gera þarf nýjan þjónustusamning sem byggir á því að útvarpsgjald lækki ekki frekar og fjármögnun sé stöðug út samningstímann.“

Eyþór segir að ásakanirnar séu ósanngjarnar gagnvart nefndarmönnum og þetta bera þess merki um að stjórn RÚV vilji forðast umræðu um gjarna málsins.