Stjórnvöld voru harkalega gagnrýnd á aðalfundi Landssamtaka landeigenda fimmtudaginn 16. febrúar síðastliðinn. „Það er sífellt verið að rýra okkar eignir með endalausri lagasetningu og leyfisveitingum“, sagði Örn Bergsson, formaður samtakanna, um helstu niðurstöður fundarins.

„Fyrir Alþingi liggur nýtt frumvarp að náttúruverndarlögum, um veiðar á villtum fuglum og spendýrum, og það liggja fyrir frumvarpsdrög í landbúnaðarráðuneytinu um breytingar á jarða- og ábúðarlögum. Svo er það líka stjórnarskráin, þar er verið að þrengja að okkur.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.