Gengi hlutabréfa danska fyrirtækisins Maersk Group rauk upp um rúm 8% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag í kjölfar birtingar uppgjörs fyrir annan ársfjórðung. Skipaflutningahluti Maersk kom vel undan vetri en hagnaður hans nam sem svarar til 439 milljóna dala samanborið við 227 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Á sama tíma dróst afkoman saman í öðrum hlutum fyrirtækisins.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) hefur eftir sérfræðingum að lesa megi úr uppgjöri Maersk að skipaflutningar séu að taka við sér að nýju eftir kreppuna.