Auka mætti hagræði í rekstri fyrirtækja og stofnana og bæta framlegð og afköst með tilfærslu frídaga að nærliggjandi helgum. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins (SA). Í fréttabréfi samtakanna segir að flestir hafi snúið aftur til vinnu í dag eftir frí í gær. Þ.e.a.s. þeir sem ekki tóku út orlofsdag og náðu fjögurra daga samfelldu fríi.

Í fréttabréfi SA segir m.a. að sífelldar raskanir af völdum frídaga sem slíti vinnuvikuna í sundur dragi úr viðskipum, afköstum og framleiðslu og þar með úr lífskjörum landsmanna. Í fréttabréfinu er bent á að samtökin hafi lengi talað fyrir tilfærslu frídaga og vísað til þess að fyrir nokkrum árum hafi könnun á vegum félagsmanna leitt í ljós að 80% forsvarsmanna fyrirtækja tölvu tilfærslu frídaga yfir á heppilegri tíma geta stuðlaða að hagræði í rekstri.

„Reynslan sýnir að ógerlegt er að ná breytingum fram nema það náist víðtæk samstaða verkalýðshreyfingarinnar og samtaka vinnuveitenda. Án slíkrar samstöðu er verr af stað farið en heima setið. Heildarsamtök launafólks, bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðarins, þurfa að stilla saman strengi og koma sér saman um samræmda tillögu um tiltekna breytingu.“

Fréttabréf Samtaka atvinnulífsins