Stjórn Glitnis [ GLB ] telur að forstjóriskipti í fyrirtækinu á síðasta ári, og starfslokasamningur Bjarna Ármannsonar hafi verið innan valdheimilda og gerður með eðlilegum hætti. Ástæða yfirlýsingarinnar er sú að Vilhjálmur Bjarnason hjá Félagi fjárfesta sagði í gær, í umræðuþættinum Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu, vera að undirbúa málssókn á hendur bankanum sökum ólögmæts starfslokasamnings Bjarna Ármannsonar.

„Þegar samið var við fráfarandi forstjóra um kaup á bréfum hans í bankanum á genginu 29 hafði hlutbréfaverð í OMX kauphöllinni hækkað mikið frá áramótum. Gengið endurspeglaði markaðsaðstæður og væntingar á þeim tíma. Gengi hlutabréfa í bankanum hélt áfram að hækka á vormánuðum 2007 og fram á mitt sumar, en 29. júlí fór lokagengi bankans í 30,90," segir í yfirlýsingunn.

Jafnframt segir að nýkjörin stjórn bankans hefði talið æskilegt að við forstjóraskipti yrði gengið með skýrum hætti frá starfslokum fráfarandi forstjóra, og að það hefði falið í sér að félagið keypti öll hlutabréf hans í bankanum.