Stjórnendur gamla Landsbankans veittu breska tryggingafélaginu Brit Insurance vísvitandi rangar upplýsingar um stöðu bankans þegar þeir keyptu stjórnendatryggingu af því í byrjun árs 2008. Þessu heldur lögmaður tryggingafélagsins fram. Tekist var á um matsbeiðni tryggingafélagsins og annarra félaga sem gamli Landsbankinn keypti tryggingu af fyrir stjórnendur bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Fjallað er ítarlega um málið á vef RÚV .

RÚV segir um málið að matsbeiðnin sé hluti af málaferlum slitastjórnar gamla Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum og tryggingafélagi sem seldi bankanum stjórnendatryggingu. Tryggingunni var ætlað að bæta tjón sem ákvarðanir og störf stjórnendanna geta valdið.

Slitastjórnin vill fá 27 milljarða króna í skaðabætur vegna starfa þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar og Halldórs J. Kristjánssonar, sem voru báðir bankastjórar gamla Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs í bankastjóratíð þeirra.