Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) dregur upp nokkuð dökka mynd af þróun mála hjá evruríkjunum og spáir því að landsframleiðsla þar muni dragast saman um 0,6% á árinu. Hagvöxtur verður 1,2% að meðaltali innan aðildarríkja OECD á þessu ári og 2,3% á næsta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hálfsársspá stofnunarinnar. OECD þrýstir á evrópska seðlabankann að hann grípi til frekari aðgerða til að auka hagvöxt á evrusvæðinu. Á móti segir OECD að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Japan gætu þurft að kæla hagkerfi landanna þar sem þau séu að æða fram úr öðrum ríkjum.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) fjallar um hagspá OECD í dag.

Þar segir m.a. að OECD spái 0,8% hagvexti í Bretlandi á þessu ári og 1,5% hagvexti á því næsta og tekur fram að aðhaldsaðgerðir hins opinbera hafi hamlað hagvexti í landinu.