*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 17. október 2014 13:39

Segja tilskipanir ESB húðaðar með gulli

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins segja of langt gengið í frumvarpi um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Ritstjórn
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja allt of langt gengið í frumvarpi um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, og mun lengra en þörf er á samkvæmt tilskipun ESB.

Í umsögn samtakanna til Alþingis er bent á að verði frumvarpið samþykkt muni leyfisveitingar flækjast, tími lengjast sem tekur að fá leyfi, kærum fjölga og kostnaður við framkvæmdir aukast. Samtökin benda á að þessu sé vel lýst í greinargerð með frumvarpinu en umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til að nánast allar framkvæmdir í landinu verði tilkynningarskyldar.

Samtökin segja frumvarpið gott dæmi um hvernig tilskipanir ESB eru gullhúðaðar hér á landi. Í kjölfar athugasemda EFTA sé brugðist við með því að ganga mun lengra en ESB geri kröfur um enda fjalli lögin um mat á umhverfisáhrifum einungis um framkvæmdir sem kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.