Lítil fylgni virðist vera með færslum Donald Trump um bandaríska seðlabankann á Twitter og áhrif tístanna á markaði að mati hagfræðinga hjá Goldman Sachs. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Samkvæmt hagfræðingum Goldman er ekki marktækur munur á vöxtum á ríkisskuldabréfum eftir að tístin birtast í samanburði við önnur tímabil. Í bréfi sem sent var til viðskiptavina Goldman kemur fram að áhrifin af öllum þeim tístum sem skoðuð voru hafi verið um 10 punktar eða 0,1 próstentustig.

Aftur á móti hafa tíst Trump sem varða alþjóðaviðskipti og tollastríð hins vegar meiri áhrif. Að mati hagfræðinga Goldman er marktækur munur á ávöxtunarkröfu eftir tíst Trump sem hafa að þerirra mati tekið um 40 punkta af henni.

Í bréfinu til viðskiptavina segir að mat Goldman á niðurstöðum þeirra sé að markaðsaðilar hafi trú á því forsetin hafi óbeint áhrif á peningastefnu seðlabankans með því að hafa áhrif á efnahagshorfur.