Nokia, símframleiðandinn finnski, hefur nú tilkynnt um stóran niðurskurð innan raða fyrirtækisins. Allt að 14% starfsfólks þess verður sagt upp á næstu tveimur árum, en aðgerðirnar munu spara fyrirtækinu um milljarð Bandaríkjadala árlega - eða 122 milljarða íslenskra króna.

Rúmlega 100 þúsund mann starfa hjá Nokia á heimsvísu, en heimildir herma að um 10-15 þúsund manns verði sagt upp í niðurskurðinum. Þar af verður um 1.300 starfsmönnum sagt upp í Finnlandi. Verkalýðsfélög þar í landi eru nú sögð búa sig undir niðurskurðinn.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins tilkynnti um niðurskurðinn eftir stóran samruna milli Nokia og þeirra áður helstu samkeppnisaðila sem heita Alcatel-Lucent. Samruninn var metinn á um 18 milljarða Bandaríkjadala, eða rétt rúmlega 2.196 milljarða íslenskra króna.