Í gær, síðasta dag ágústmánaðar var fimmtán mann sagt upp hjá Ölgerðinni sem að sögn Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra fyrirtækisins er gert til að takast á við breyttar aðstæður á markaði. Fyrirtækið finni fyrir aukinni samkeppni, meðal annars frá Costco, sem flytji inn breskt gos, sem og samdráttur hafi orðið í sölu til ferðamanna sem dvelji skemur á landinu og neyti þar af leiðandi minna.

Alls unnu 420 manns hjá Ölgerðinni fyrir breytingina en eftir þessar aðgerðir sem RÚV sagði frá verður fjöldinn orðið 405.
Fólkið sem sagt var upp vann í hinum ýmsu deildum en að sögn Andra var um erfiða ákvörðun að ræða og sorglegt að sjá á eftir vinnufélögum til margra ára.