Gert er ráð fyrir öllum starfsmönnum í lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði verði sagt upp á næstu mánuðum og um hundrað missi vinnuna um næstu áramót ef marka má frétt Morgunblaðsins í dag. Í fréttinni er vísað í skriflegt svar sem blaðið fékk frá Actavis og segir að enn hafi engum verið sagt upp en þeir hundrað sem hætti um áramót fái uppsagnarbréf í desember.

Áður hafði verið greint frá áætlunum um að flytja framleiðsluna erlendis um mitt næsta ár í hagræðingarskyni en þar starfa nú tæp­lega 250 manns, sem all­ir munu missa vinnu sína.

Í svari Acta­vis segir einnig að þeir sem fái upp­sagn­ar­bréfi í des­em­ber muni „fá upp­sagn­ar­frest greidd­an, til sam­ræm­is við gild­andi ráðning­ar­samn­ing, án þess að til vinnu­fram­lags þeirra komi“.