Nýr framkvæmdastjóri Deutsche Bank að nafni John Cryan hyggst taka rækilega til í starfsliði bankans stórtæka. Einhverjum 35.000 starfsmönnum verður sagt upp á næstu tveimur árum.

Fjögurra ára áætlun bankans, sem kallast 'Strategy 2020', gerir aukreitis ráð fyrir því að fækka viðskiptavinum um helming. Sérstaklega mun bankinn þá fækka viðskiptavinum í löndum með háa áhættustarfsemi.

Sem afleiðingu af þessu áætlar bankinn að spara sér einhverja fjóra milljarða bandaríkjadala, eða um 535 milljarða króna. Rétt rúmlega 100.000 manns starfa nú hjá Deutsche Bank, og eru þá verktakar meðtaldir. Svo dæmi sé nefnt hyggst bankinn selja Postbank, fyrirtæki í eigu Deutsche Bank, en rúmlega 20.000 manns starfa þar.