Stjórnendur Morgan Stanley ætla að segja upp á fimmta þúsund starfsmönnum þrátt fyrir að bankinn hafi skilað hagnaði upp á 564 milljónir Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Mikill tekjusamdráttur átti sér stað innan samstæðunnar á tímabilinu. Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið.

Lánshæfiseinkunn bankans var lækkuð um tvö þrep af lánshæfismatsfyrirtækinu Moody´s sem gerði bankanum erfitt fyrir á ársfjórðungnum.. Vegna lækkunarinnar þurfti bankinn að veita lánveitendum sínum viðbótarveð fyrir 2,9 milljarða Bandaríkjadala í júní. Samtals munu auknar veðkröfur nema um 6,3 milljörðum dala ef fer sem horfir.

Hagnaður bankans nam samtals um 592 milljón bandaríkjadala á ársfjóðrungnum samanborið við tap upp á 558 milljónir dala árið áður. Bankinn tilkynnti einnig að búist væri við að starfsfólki yrði fækkað um 7% eða um 4.100 manns á næstu misserum þar sem horfur eru slæmar hvað varðar hagvöxt á alheimsvísu.