Bátasmiðjan Rafnar, sem stofnuð var af Össurri Kristinssyni, uppfynningamanninum á bakvið samnefnt stoðtækjafyrirtæki, hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum.

Hyggst félagið, sem hefur þróað og hannað báta með byltingarkenndu bátslagi eftir hugmynd Össurar, semja við erlenda aðila um smíði bátanna og færa sig yfir í leyfissamninga í auknum mæli að því er Morgunblaðið greinir frá.

Í lok síðasta árs störfuðu 21 starfsmaður hjá fyrirtækinu, en auk þess að segja þeim upp verður  tæplega 6 þúsund fermetra skipasmíðastöð fyrirtækisins á Kársnesi í Kópavogi lokað.

Tap félagsins árið 2016 nam 436 milljónum króna en 513 milljónum árið áður, en eignir þess voru um 663 milljónir í lok árs 2016. Á sama tíma var eigið fé um 368 milljónir og eiginfjárhlutfallið um 56%. Samtals hefur Össur sagst hafa lagt um fimm milljarða króna í fyrirtækið.

Vegalengdirnar langar á áhugasömustu markaðina

Björn Jónsson framkvæmdastjór Rafnar segir sterka krónu, langar vegalendir á þá markaði sem áhuginn er mestur og óhagstæð viðskiptakjör íslenskra bigja hafa mest áhrif.

„Þá verður ekki komist hjá því að nefna að takmarkaður áhugi innlendra fjárfesta að aðkomu að fyrirtækinu hefur einnig haft áhrif á fjármögnun fyrirtækisins til framtíðar,“ segir Björn en nú þegar hefur fyrirtækið samið fyrirtækið Al Seer Marine Technologies frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum um framleiðslu.

„Þetta verða bæði mannaðir og ómannaðir bátar. Þeir hyggjast markaðssetja og selja skrokkhönnunina og Rafnar-báta í Mið-Austurlöndum og Asíu. Þetta er mikilvægur samningur fyrir bæði fyrirtækin, gefur okkur aðgang að mjög stóru markaðssvæði og Al Seer Marine að- gang að skrokkhönnun sem gefur þeirra eigin hönnun á ómönnuðum bátum eiginleika umfram flest á þeirra markaði.“