Niðurstöður skoðanakannanna MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna í aðdraganda borgarstórnarkosninga um síðustu helgi var að takt við úrslit kosninganna. Aðeins munaði 0,7% á spá MMR og raunfylgi Samfylkingarinnar, og ekki nema 1,7% á spá MMR og samanlögðu raunfylgi borgarstjórnarflokkanna. Þá stóðst spá MMR um fjölda borgarfulltrúa á hvern flokk fyrir utan að Framsóknarflokkur fékk einum fulltrúa meira en spáð hafði verið á kostnað Bjartrar framtíðar.

Bæði í Morgunblaðinu og í Fréttablaðinu í dag segir að talsvert ósamræmi hafi verið á milli úrslita í mörgum sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi og síðustu skoðanakannana sem gerðar voru á fylgi framboðslistanna.

Fram kemur tilkynningu frá MMR í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar á laugardag að kosningaspá MMR um samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna reyndist 1,7% frá raunfylgi (og innan 95% vikmarka). Að meðaltali reyndist niðurstaða kosningaspár MMR 2,3 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna sem buðu fram.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru frávik

Í tilkynningu MMR segir að helstu frávik í samanburði könnunarinnar og kosningaúrslitanna voru þau að Framsóknarflokkur fékk 4,3% meira fylgi en spáð var, Sjálfstæðisflokkur 4,0% meira fylgi en spáð var og Píratar fengu 3,3% minna fylgi en spáð var. Fylgi annarra flokka sem sem náðu kjöri reyndist innan vikmarka kosningaspár MMR. Leiða má líkur að því að frávik könnunar frá niðustöðum kosninga megi rekja að hluta til minni kosningaþáttöku en í fyrri kosningum og þá sérstaklega að yngri kjósendur hafi mætt í minna mæli en áður.