*

föstudagur, 13. desember 2019
Innlent 14. janúar 2019 08:43

Segja vegtolla meingallaða og dýra

FÍB segja kostnað við innheimtu vegtolla í Hvalfjarðargöngunum hafa numið þriðjungi tekna þeirra.

Ritstjórn
Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB
Haraldur Guðjónsson

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir vegtolla meingallaða innheimtuaðferð, að betra vegakerfið borgi sig sjálft og að skattar af bílum og umferð skila nú þegar miklum tekjum í ríkisjóð. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033. 

Í umsögninni er farið yfir kosti og galla vegtolla, nauðsyn og ástæðu upptöku þeirra að því er segir í fréttatilkynningu frá samtökunm. Viðskiptablaðið hefur jafnframt fjallað ítarlega um hugmyndir um vegtolla, og lærdóminn sem fá má af Hvalfjarðargöngum.

FÍB er neytenda- og hagsmunasamtök hátt í 18 þúsund fjölskyldna bifreiðaeigenda og vegfarenda á Íslandi.   

Í umsögninni segir m.a:         

Vegtollar eru mun kostnaðarsamari en aðrar innheimtuaðferðir stjórnvalda af bílum og umferð. Kostnaður við vegtolla felst m.a. í dýrum tækjabúnaði, hugbúnaði, tengingum, innheimtukostnaði, viðhaldi, endurnýjun og almennum rekstri. Í Hvalfjarðargöngum nam þessi kostnaður þriðjungi af tekjum. Virðisaukaskattur er jafnframt innheimtur af vegtollum. 

Samtals er áætlað að skattar á innflutning og notkun bíla skili ríkissjóði 80 milljörðum króna á árinu 2019. Aðeins hluti af heildartekjum ríkisins af bílum og umferð fer í nýbyggingu og viðhald vegakerfisins, eða 29 milljarðar af þessum 80 milljörðum króna.