*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 25. mars 2019 10:28

Segja vél hafa verið tekna af Wow air

Flugvél í flota Wow mun hafa verið kyrrsett að beiðni leigusala vélarinnar í Montreal í Kanada.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flugvélin TF-PRO, sem er ein af flugvélum í flota Wow air, var í gærkvöldi kyrrsett að beiðni leigusala vélarinnar. Flugvélin átti að ferja farþega frá flugvellinum í Montreal í Kanada í gærkvöldi. Mbl.is greinir frá þessu, en samkvæmt þeirra heimildum þá er ekki ljóst hvort Wow air takist að losa vélina að nýju með greiðslu til flugvélasalans. Samkvæmt upplýsingum vefsíðunnar flightradar24.com er vélin enn staðsett í Kanada.

Farþegar sem áttu flug með flugvélinni auk áhafnar, var samkvæmt mbl.is sent á hótel í nótt og var þeim tilkynnt að vegna „tæknilegra örðugleika“ yrði fluginu frestað þar til í kvöld. Nú í nótt hafi svo önnur vél félagsins, TF-DOG, sem var nýkomin var úr flugi frá Frankfurt til Keflavík­ur, verið send af stað til Montréal og verði hún nýtt til að ferja strandaglóp­ana heim í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Montréal sé vélin á áætlun kl. 19:05 á staðartíma í kvöld.

Samkvæmt heimildum mbl.is missti Wow air nýtingarréttinn á TF-PRO vegna brota á samningsskilmálum. Þá segir að eigandi vélarinnar, Jin Shan 20 Ireland Company Limited, sem er í eigu flugvélaleigunnar Bocomm, hafi komið vélinni í verkefni annarsstaðar.

Mbl.is kveðst hafa leitað viðbragða Wow air við stöðunni sem upp er komin í Kanada en engin svör hafi borist þaðan.

Þá segir að TF-PRO sé ekki eina flugvélin sem WOW air leigir frá Jin Shan 20 en TF-NOW, sem WOW air hafi verið með í leiguverkefnum í Bandaríkjunum og á Kúbu, sé einnig í eigu félagsins. Sú vél sé samkvæmt opinberum upplýsingum stödd í Santa Clara á Kúbu.

Stikkorð: Wow air
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is