Verðbólguspár voru óvenju ónákvæmar í sumar. Ekki verður sagt til um hvort gæði spánna sé að hraka eða óvissan varðandi framvindu verðbólgunnar sé að aukast, að mati Hagfræðideildar Landsbankans.

Deildin fjallar um málið í tilefni af verðbólgutölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Bent er á að opinberar spár þeirra fjögurra aðila sem spá fyrir um vísitölu neysluverðs hafi gert ráð fyrir á bilinu á bilinu 0,7% til 0,8% hækkunar vísitölunnar á milli mánaða.

Í Hagsjánni segir: „Undanfarna fjóra mánuði hefur munurinn á miðgildi spáanna og mælingu Hagstofunnar verið meiri en 0,3 prósentur. Til samanburðar gerðist það ekki eitt einasta skipti síðustu átta mánuðina þar á undan. Athygli vekur að þrjá af þessum fjórum mánuðum ofspáðu greinendur mánaðarbreytingu vísitölunnar.“

Bent er á að allar vísitöluspár hafi gefið upp prósentubreytingu með einum aukastaf. Undanfarna tólf mánuði1 hafi staðalfrávik skekkju legið á bilinu 0,26 (IFS) til 0,3 prósentur (Íslandsbanki). Af þeim fjórum sem birti verðbólguspár þá sé það einungis IFS Greining sem hafi að meðaltali vanspáð mánaðarbreytingu vísitölunnar á þessu tólf mánaða tímabil. Hinir þrír hafi allir ofspáð henni.