Viðbrögð hluthafa við uppgjöri Vodafone á fyrsta fjórðungi ársins voru full sterk, að mati Greiningar Íslandsbanka. Félagið greindi þá frá tapi upp á 16 milljónir króna borið saman við 119 milljóna króna hagnað árið áður. Gengi hlutabréfa félagsins tók að lækka hratt og féll um 13% á um viku eftir birtingu uppgjörsins. Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu í dag gengið ekki hafa náð sér almennilega á strik síðan í vor.

Fyrir birtingu uppgjörsins gaf Greining Íslandsbanka út verðmat á Vodafone og ráðlagði þar hluthöfum að selja bréfa sín. Eftir uppgjörið sendi svo IFS Greining frá sér annað verðmat á Vodafone. Í því sagði að uppgjörið hafi valdið vonbrigðum og aftur mælt með sölu hlutabréfanna.

TIl að gefa einhverja mynd af þróuninni stóð gengi bréfa Vodafone þá stóð það í 32,2 krónum á hlut á fyrsta degi viðskipta eftir skráningu þeirra um miðjan desember í fyrra. Þegar lækkunarhrinu bréfanna lauk í september síðastliðnum var það komið niður í 24,7 krónur á hlut, þ.e. 24% undir dagslokagenginu á fyrsta viðskiptadegi. Það stendur nú í 26,25 krónum á hlut, sem er 18% undir genginu á fyrsta degi viðskipta.

Gengisþróun hlutabréfa Vodafone frá fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. VB MYND / Keldan
Gengisþróun hlutabréfa Vodafone frá fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. VB MYND / Keldan
Gengisþróun hlutabréfa Vodafone frá fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni. VB MYND / Keldan