Fækkað verður um 8 flugvélar í flugflota WOW air ef marka má frétt Víkurfrétta frá því í gær. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er þetta hluti af þeim breytingum sem þarf að gera vegna kaupa Icelandair Group á WOW air.

Samkvæmt frétt M bl um málið segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air að eins og staðan væri núna lægju upplýsingar ekki fyrir.

Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um á fimmtudag virðast fjölmörgum spurningum enn vera ósvarð varðandi kaupin. Fulltrúar margra af stærstu hluthöfum Icelandair Group sem Viðskiptablaðið hefur ræddi við telja sig ekki geta tekið afstöðu til kaupa félagsins á Wow air fyrr en frekari upplýsingar fást um fjárhagsstöðu Wow air, endanlegt kaupverð og ætluð samlegðaráhrif af kaupunum. Það er því erfitt að segja til um hvort að ákvörðun hafi verið tekin eða ekki um hvernig flugvélaflota WOW air verði háttað við sameininguna.