Skiptar skoðanir eru á milli manna um það hvort æskilegt sé að Lloyds TSB bankinn yfirtaki HBOS bankann.

Tveir fyrrum bankastjórar í Skotlandi hafa nú stigið fram og sagt að með því að hafa bankana í sitt hvoru lagi þá skapi það öruggara starfsumhverfi og tryggi 20.000 starfsmönnum áframhaldandi störf. Hætta sé á niðurskurði á starfsmannahaldi verði bankarnir sameinaðir en hugmyndin er að HBOS bankinn snúi sér aðeins að kjarnastarfssemi.

Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð í Bretlandi og því megi þjóðin ekki við fækkun starfa. Þeir sem standa aðallega gegn sameingingunni eru Sir Peter Burt og Sir George Mathewson, en þeir eru fyrrum yfirmenn Bank of Skotland og Royal Bank of Scotland.