Aðalmeðferð hófst í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þrotabús BGE eignarhaldsfélags gegn Gunnari Sigurðssyni forstjóra Baugs Group. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Gunnar, ásamt öðrum starfsmönnum, á að hafa fengið lán til þess að kaupa hlutabréf í Baugi í gegnum BGE sem var sérstaklega stofnað til þess að halda utan um kaupréttarsamninga starfsmanna hjá Baugi. Kaupþing lánaði þá Baugi gegn veði í hlutabréfum félagsins. Féð fór síðan sem lánsfé frá Baugi til starfsmanna sem keyptu hlutabréf sem þeir gátu síðan selt á ákveðnum tímum.

Starfsmennirnir halda því fram að lán sem þessi feli ekki í sér persónulegar ábygðir. 40 starfsmenn Baugs gerðu slíka samninga en þrotabúið lætur reyna á innheimtu þeirra fimmtán stærstu. Meðal þerra eru, auk Gunnars, Jóns Ásgeir Jóhannesson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Stefán H. Hilmarsson.