*

sunnudagur, 29. mars 2020
Erlent 22. ágúst 2019 14:27

Segjast ekki hafa áhuga á Tesla

Volkswagen neitar að hafa áhuga á fjárfestingu í Telsa eftir að fréttir þess efnis birtust í þýskum fjölmiðlum.

Ritstjórn
Herbert Deiss, forstjóri Volkswagen.
epa

Forsvarsmenn þýsku bílasamsteypunnar Volkswagen segjast ekki hafa áhuga á að fjárfesta í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla samkvæmt frétt Reuters. Forsvarsmenn fyrirtækisins sáu sig knúnir til að svara sögusögnum um að Herbert Diess forstjóri Volkswagen hafi áhuga á því að fjárfesta í Telsa til þess að fá aðgang að hugbúnaðar- og rafgeymatækni Tesla en sögusagnirnar birtust í morgun í þýska viðskiptaritinu Manager Magazin.

Í fréttinni var vísað í háttsetta en ónefnda heimildarmenn innan Volkswagen sem sögðu að Deiss væri tilbúinn að láta til skarar skríða ef hann gæti. 

Í tilkynningu frá Volkswagen kom hins vegar fram að frétt Manager Magazin ætti við enginn rök að styðjast.