Orkumálaráðherra Katar, Abdukkah bin Hamad, segir að OPEC ríkin, sem framleiða rúm 40% af allri olíu á markaði, framleiði næga olíu ásamt öðrum olíuframleiðaluríkjum um þessar mundir til að uppfylla orkuþörf heimsins og að aukin framleiðsla mundi gera lítið til að slá á síhækkandi verð.

Næsti fundur OPEC verður í Dubæi 5. desember næst komandi.